Trúin og lífið
Sálmabók íslensku kirkjunnar

Sálmur 501

Ef sáðland þarfnast sólar,
að signist geislum stráð,
hve mega menntaskólar
þá missa guðdóms náð?
Ó, Guð vor, sérhvert sinn
gef andans helgun hreina
til hjartans akurreina,
gjör þennan akur þinn.

Gef þú oss verk að vanda,
og veginn öllum greið,
í þínum ótta' og anda
oss eldri' og yngri leið.
Hvert illgresi' upp sé rætt,
hér spretti allt þér einum,
af englum þínum hreinum
vors akurs æ sé gætt.

Sb. 1886 - Steingrímur Thorsteinsson

Leita að sálmi

Sláðu inn nokkur orð eða línubrot úr sálminum

skv.

Fletta upp á ákveðnum sálmi

Númer

Almanak
Sálmabók
Bænir