Svör sem birt voru í sama mánuði
Orri Steinarsson spyr:
Virðulega stofnun,
Fyrir nokkrum mánuðum var haldin arkitektúrsamkeppni um nýja þjónustubyggingu í Gufunesi. Niðurstöður voru sagðar koma í desember en þarsem ég hef ekkert heyrt, þá datt mér í hug að spyrjast fyrir. Vitið þið kannski hvenær niðurstaða má vænta?
Með vinalegri kveðju,
Orri Steinarsson
Guðmundur Rafn Sigurðsson svarar:
Sæll Orri.
Meðfylgjandi eru upplýsingar um úrslit samkeppninnar, en á efstu hæð Perlunnar stendur nú yfir sýning á þeim tillögum sem bárust. Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá skrifstofu Kirkjugarða Reykjavíkur í Fossvogi sími: 585 2700.
Samkeppni um hönnun þjónustumiðstöðvar í Gufuneskirkjugarði
Niðurstöður dómnefndar í samkeppni um hönnun þjónstubygginga við Gufuneskirkjugarð liggja fyrir. Þær urðu eftirfarandi:
1. verðlaun: Höfundar: Arkibúllan ehf, Hólmfríður Jónsdóttir, arkitekt FAÍ og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, arkitekt FAÍ. Myndlistarmenn: Berghall, Anna Hallin MFA og Olga S. Bergmann MFA. Aðstoð og innblástur: Árni Bergmann, rithöfundur, Heba Sigurgeirsdóttir, nudd- og ilmolíufræðingur og Pétur H. Ármannsson, arkitekt FAÍ.
2. verðlaun: Höfundar: Studio Grandi. Hljóðráðgjöf: Ólafur Hjálmarsson.
3. verðlaun: Höfundar: Kurt og Pí, Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ. Aðstoð: Massimo Santanicchia, arkitekt.
Verðlaunafjárhæðir voru: 1. verðlaun, kr. 2.500.000, 2. verðlaun, kr.1.600.000 og 3. verðlaun, kr. 1.000.000. Einnig voru veitt þrenn innkaup í samkeppninni, á kr. 300.000 hver.
Innkaup: Höfundar: Gláma – Kím arkitektar. Ráðgjöf: Landslag ehf.
Innkaup: Höfundar: Yrki Arkitektar ehf.
Innkaup: Höfundar: Kristín Brynja Gunnarsdóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir og Andri Snær Magnason.
Alls bárust 18 tillögur í samkeppninni. Dómnefnd var skipuð eftirtöldum fulltrúum: Þórsteini Ragnarssyni, forstjóra, sem var formaður dómnefndar, Ólafi Sigurðssyni arkitekt FAÍ og Ellý K. Guðmundsdóttur, forstöðumanni Umhverfis og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, en þau voru tilnefnd af útbjóðanda. Fulltrúar Arkitektafélags Íslands í dómnefnd voru Elín Kjartansdóttir arkitekt FAÍ og Hans-Olav Andersen arkitekt FAÍ. Trúnaðarmaður samkeppninnar var Haraldur Helgason arkitekt FAÍ og ritari Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar.
Bestu kveðjur,
Guðmundur Rafn
4/3 2005 · Skoðað 4651 sinnum
Forsíða · Skoða svarflokka · Höfundar · Leit