Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Skyld svör

  1. Menntun presta
  2. Hvernig er skipađ í valnefnd?

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Páll postuli og Lúther
  2. Ađ vera kristinn
  3. Spekiritin í GT
  4. Ađ túlka Biblíuna
  5. Af hverju var Guđ ekki kona?
  6. Sköpun og vísindi

Menntun presta

Ónefnd spyr:

Prestar evangelísk lútersku ţjóđkirkjunar fá sitt nám í háskóla íslands,sem er gott mál en flestar ef ekki allar ađrar kirkjudeildir ţjálfa & mennta sína eigin presta & predikara í sínum eigin skólum,afhverju er ţađ svo ađ ţjóđkirkjan er ekki međ sinn eigin prestaskóla líkt & forđum.

Hjalti Hugason svarar:

Menntun presta hefur veriđ međ ýmsum hćtti gegnum tíđina. Lengi var hún líka ţannig ađ ekki var um guđfrćđinám í eiginlegum skilningi ađ rćđa heldur ţjálfun í ýmsum klerklegum frćđum einkum helgisiđum. Fór menntunin gjarna fram í dómkirkju- eđa klausturskólum sem sumir breyttust međ tíđ og tíma í háskóla. Ţar međ komst prestsmenntun ađ hluta til á háskólastig. Á miđöldum var ţađ ţó ađeins hluti presta sem hlaut menntun sína í háskólum.

Eftir siđaskiptin ţróađist prestsmenntunin međ ýmsum hćtti. Í kaţólsku kirkjunni var bćđi um háskólamenntun ađ rćđa og menntun í sérstökum prestaskólum sem gjarna voru reknir af ýmsum munkareglum. Í lútherskum kirkjum hurfu hins vegar klaustrin og umsvif viđ dómkirkjur drógust mjög saman. Háskólar efldust hins vegar og víđa var tekiđ ađ krefjast háskólamenntunar af prestum. Í Danmörku var t. d. tekiđ ađ krefjast slíkrar menntunar á 17. öld. Á síđari öldum komu svo fram ýmsar vakningahreyfingar sem lögđu grunn ađ nýjum kirkjudeildum sem vildu ţjálfa predikara sína og presta á eigin forsendum.

Hér á landi menntuđust prestar eftir siđaskipti viđ dómkirkjuskólana í Skáholti og Hólum fram undir lok 17. aldar en eftir ţađ í Hólavallaskóla og Bessastađaskóla. Allt voru ţetta skólar á framhaldsskólastigi á nútímamćlikvarđa. Fram undir 1830 lćrđu líka margir utan skóla hjá háskólamenntuđum prestum. Af fjárhagsástćđum ţótti ekki fćrt ađ krefjast ţess ađ íslenskir prestar nćmu almennt viđ Kaupmannahafnarháskóla ţótt fáeinir menn af hverri kynslóđ gerđu ţađ. 1847 var Prestaskólinn síđan stofnađur og má ţá segja ađ prestsmenntunin kćmist á háskólastig. 1911 var Háskóli Íslands stofnađur. Rann Prestaskólinn sem var sjálfstćđ stofnun ţá inn í hann.

Í lútherskum kirkjum hefur almennt veriđ lögđ mikil rćkt viđ prestsmenntun. Taliđ hefur veriđ ćskilegt ađ hún fćri fram viđ viđurkennda háskóla og lyki međ emćttisprófi. Líta má á ţetta sem arf frá Lúther sjálfum en hann var guđfrćđiprófessor ţegar hann hratt siđbótarhreyfingu sinni af stađ.


Kveđja,
Hjalti Hugason

6/11 2007 · Skođađ 3341 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar