Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Skyld svör

  1. Hvernig eru lestrarnir í messunni valdir?
  2. Sćti í kirkjum landsins

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Hvađa samtímaheimildir höfum viđ um Jesú?
  2. Bćn Frans frá Assisi
  3. Hvenćr er hvítasunnudagur 2006?

Hvađ eru taizémessur?

Svanur spyr:

Hvađ eru taizémessur?

Tómas Sveinsson svarar:

Komdu sćll Svanur.

Taizémessa (eins og hún er haldin í Háteigskirkju alla fimmtudaga kl. 20:00) er bćna- og íhugunarstund. Einkennist af lögum viđ stutta texta (gjarna biblíuversa), sem oft eru endurtekin, en ţađ er einkenni bćna- og íhugunarsöngs til ađ leiđa hugann inn í međvitađ samfélag viđ Guđ.

Frá Taizé í FrakklandiKertaljós eru ríkjandi jafnt á sumri sem vetri, reykelsi brennt fyrir athöfnina, fólk kemur ţví inn í smá reykelsisilm. Engin predikun, ţrír lestrar: úr Davíđssálmi, bréfum nýjatesamentisins eđa spámannaritunum og guđsđjöllunum. Ţögn til bćnar og íhugunar, bćnir lesnar og máltíđ Drottins.
Stundin er kennd viđ Taizé vegna ţess ađ tónlistin, söngvarnir, bćnirnar og lestrarnir eru sótt til brćđrasamfélags (eingöngu mótmćlendur í upphafi og ađ mestu enn), sem hefur ađsetur í ţorpinu Taizé í Frakklandi (skammt frá Cluny).

Upphaf brćđrasamfélagsins má rekja til ársins 1940, ţegar stofnandinn, Roger, settist ađ í Taizé og var flóttamönnum innan handar, en hann vildi skapa ađstćđur til ađ fólk gćti stundađ trú sína, ţótt af ólíkum kirkjudeildum vćri. Ţađ fjölgađi smám saman í hópnum, sem setti sér reglur um ćfilangt einlífi, eignaleysi og trúariđkun. Ţeir vilja međ lífi sínu vera „dćmisaga um friđ á jörđu“. Ţrjár fastar bćnastundir eru í Taizé dag hvern. Vel á annađ hundrađ manns tilheyra samfélaginu og eru í ţađ minnsta af 25 ţjóđernum.

Seint á sjötta áratugnum fór ungt fólk ađ leggja leiđ sína til Taizé til ađ dvelja ţar um tíma og taka ţátt í helgihaldi, frćđslu og samrćđum um lífiđ og trúna. Nú koma ţar vikulega milli fimm og átta ţúsund ungmenni yfir sumarmánuđina til ađ taka ţátt í viku dagskrá, sem brćđurnir standa fyrir. Sams konar mót halda ţeir í Afríku, Asíu, Norđur og Suđur Ameríku. en nokkrir brćđur halda uppi samfélagi og eru stađsettir međal hinna fátćkustu í heiminum.

Um hver áramót (28. des, til 1. jan.) er haldiđ mjög fjölmennt mót (80.000 til 100.000 manns) í einhverjum af stórborgum Evrópu. Nćsta mót verđur haldi í Mílanó á Ítalíu. Öll ţessi mót eru liđur í ţeirri stefnu brćđrana „ađ vera á pílagrímsferđ til gagnkvćms traust á jörđinni“.

Messa er ţetta vegna ţess ađ bođiđ er til heilagrar kvöldmáltíđar.

Kveđja,
Tómas

26/5 2005 · Skođađ 4132 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar